Hver æxlar áburð?

Margir kannast við orðatiltækið ,,Að axla ábyrgð á einhverju‘‘ Nú í seinni tíð hafa komið fram nýjar birtingarmyndir þessa orðatiltækis, einkum hjá yngri málnotendum. Í nýlegum fésbókarstatus má t.d. sjá  þessa fyrirsögn í umræðum um pólitík:

Mun Bjarni Ben æxla áburð að málinu?

Ýmist er nú talað um að æxla áburð af e-u eða að æxla áburð að e-u. Hafa þessar nýju versjónir valdið nokkrum úlfaþyt og hlotið óvægna gagnrýni í Málvöndunarþættinum og víðar. Þessi nýja mynd er þó alls ekki ný af nálinni þegar að er gætt. Þannig segir t.d.í fjárbók Sírusar Naftalín  í Laugarbrekkuþinghá á útmánuðum 1141: ,,Þrátt fyrir þræsing og rysjótta tíð í mörsugi hefr æxlun áburðar gengið bærilega‘‘

Hvort æskilegt sé að tala um að Axla ábyrgð eða Æxla áburð (að eða af) fer að sjálfsögðu alfarið eftir því hvort nær meiri útbreiðslu. Það er því algjör fásinna að amast neitt við þessum nýjungum, heldur fagna því að  framfarir og eðluleg þróun af þessu tagi í beitingu tungumálsins mun hafa sinn gang hjá unga fólkinu.


Bloggfærslur 24. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband