Hver æxlar áburð?

Margir kannast við orðatiltækið ,,Að axla ábyrgð á einhverju‘‘ Nú í seinni tíð hafa komið fram nýjar birtingarmyndir þessa orðatiltækis, einkum hjá yngri málnotendum. Í nýlegum fésbókarstatus má t.d. sjá  þessa fyrirsögn í umræðum um pólitík:

Mun Bjarni Ben æxla áburð að málinu?

Ýmist er nú talað um að æxla áburð af e-u eða að æxla áburð að e-u. Hafa þessar nýju versjónir valdið nokkrum úlfaþyt og hlotið óvægna gagnrýni í Málvöndunarþættinum og víðar. Þessi nýja mynd er þó alls ekki ný af nálinni þegar að er gætt. Þannig segir t.d.í fjárbók Sírusar Naftalín  í Laugarbrekkuþinghá á útmánuðum 1141: ,,Þrátt fyrir þræsing og rysjótta tíð í mörsugi hefr æxlun áburðar gengið bærilega‘‘

Hvort æskilegt sé að tala um að Axla ábyrgð eða Æxla áburð (að eða af) fer að sjálfsögðu alfarið eftir því hvort nær meiri útbreiðslu. Það er því algjör fásinna að amast neitt við þessum nýjungum, heldur fagna því að  framfarir og eðluleg þróun af þessu tagi í beitingu tungumálsins mun hafa sinn gang hjá unga fólkinu.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er gaman að lesa eitthvað eftir landsþekkta tónlistarmenn eins og þig, og skemmtilegir pistlarnir eftir annan Friðryks meðlim 2009, Pálma Gunnarsson, en þótt ég hafi ekki heyrt þessa ambögu sem hægt er að misskilja sem aðra útgáfu orðatiltækisins, þá er þetta misskilningur á því sem stendur í fjárbók Síríusar Naftalíns.

Nefnilega, að hann er að skrifa um eitthvað allt annað fyrirbæri. Áburður er það sem borið er á túnin, og æxlun áburðarins hlýtur að vera áburðurinn gefi góða sprettu, vöxt, sem er önnur útgáfa af orðinu æxlun, sem hægt er að rugla saman við æxli, sem er líka skylt orð, dregið af því sama.

Síðan hefur orðið áburður aðra merkingu, orðrómur eða ásökun, og þegar þú skrifar um hvort Bjarni Ben æxli áburð að málinu, þá mætti skilja það að dreifa kjaftasögunni?? Ekki það sama og að axla ábyrgð.

En svo var það líka í tízku fyrir 10 árum eða svo að nota zetuna rangt og sem tízkufyrirbæri, söngkonan Sigga Ózk gerir það enn. 

Er þetta ekki eitthvað svona mótþróadæmi sem dettur niður aftur?

En er ekki líka sannleikskorn í þessu? Vegna þess að enginn vill lengur axla neina ábyrgð þá er fólk að magna sína eigin útgáfu af sannleikanum, sem oft er áburður á pólitíska andstæðinga?

Já ég tek því fagnandi að fólk leiki sér með tungumálið, og geri kannski grín að skortinum á ábyrgð.

Ingólfur Sigurðsson, 25.10.2024 kl. 05:32

2 Smámynd: Tryggvi Hübner

Takk fyrir þitt góða og màlefnalega innlegg Ingólfur.

Allt satt og rétt hjà þér.

Ég mun þó aldrei viðurkenna það.

kv-

TH

Tryggvi Hübner, 25.10.2024 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband