25.4.2008
Til hamingju Eiki !
Til hamingju með þýðingarverðlaunin !
Hér sjáum við mynd af Herdísi systur minni ásamt Ólafi syni Gríms rakara. Myndin er tekin á Gljúfrasteini á afmælisdegi Halldórs Laxness en þá voru afhent íslensku þýðingarverðlaunin 2008. Þau hlaut að þessu sinni Eiríkur Örn Norðdahl, sonur Herdísar Hübner og Hrafns Norðdahl. Verðlaunin fékk Eiríkur fyrir þýðingu bókarinnar "Móðurlaus Brooklyn" eftir Jonathan Lethem. Eiki átti ekki heimangegnt, hann var staddur í New York, þar sem hann átti fund við höfund bókarinnar. Eiki fer sjaldnast troðnar slóðir í sinni listiðkun, það vita þeir sem til þekkja. Dæmi um það má sjá á eftirfarandi myndskeiði þar sem hann les eitt af mínum uppáhalds ljóðum; "Pol Pot Pantún" Eins og glöggt má heyra er ljóðið ort undir Malaísískum bragarhætti:
Athugasemdir
Þetta er frábært ljóð!
Kveðja að austan.
JEA, 13.6.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.