20.1.2009
Býsna einkennilegt sport
Býsna einkennilegt sport þessi krikket.
Þetta er stundum sýnt á SKY fréttastöðinni.
Í öllum löndum sem spila krikket er vinstri umferð..
Völlurinn er á stærð við 10 fótboltavelli og boltinn á stærð við tennisbolta.
Enginn áhorfandi sér neitt. Ef einhver skorar spyrst það bara smám saman út.
Venjulegur leikur stendur yfir í fimm daga.
Einnig er til svokallaður hraðleikur sem stendur yfir í 3 daga.
Allir leikmenn eru með hvítan varalit.
Það er enginn hálfleikur eins og í fótbolta, heldur er te, yfirleitt um um hádegisleytið.
Í fótbolta eru algeng úrslit eitthvað á borð við eitt núll, eða þrjú tvö.
Í handbolta u.þ.b. 20 til 30 mörk á lið og sá vinnur sem skorar fleiri. ( ! )
Í krikket eru algeng úrslit einhernvegin svona:
247.3 * 54B (17 overs)
En athugið að þar er aðeins um annað liðið að ræða.
Hitt liðið fær:
419W (wickeds) * 53,86
Og eins og allir sem kunna eitthvað í krikket sjá náttúrulega strax er hér um
að ræða jafntefli. Hér eru reglurnar:
Aðal keppnin er kölluð the ashes , heimsmeistarakeppni landsliða. Þar er keppt um bikar sem er úr leir og er 8 cm á hæð.
Hægt að hengja hann á lyklakippu til dæmis.
Jamm . . .
TH
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.