24.10.2024
Hver æxlar áburð?
Margir kannast við orðatiltækið ,,Að axla ábyrgð á einhverju‘‘ Nú í seinni tíð hafa komið fram nýjar birtingarmyndir þessa orðatiltækis, einkum hjá yngri málnotendum. Í nýlegum fésbókarstatus má t.d. sjá þessa fyrirsögn í umræðum um pólitík:
Mun Bjarni Ben æxla áburð að málinu?
Ýmist er nú talað um að æxla áburð af e-u eða að æxla áburð að e-u. Hafa þessar nýju versjónir valdið nokkrum úlfaþyt og hlotið óvægna gagnrýni í Málvöndunarþættinum og víðar. Þessi nýja mynd er þó alls ekki ný af nálinni þegar að er gætt. Þannig segir t.d.í fjárbók Sírusar Naftalín í Laugarbrekkuþinghá á útmánuðum 1141: ,,Þrátt fyrir þræsing og rysjótta tíð í mörsugi hefr æxlun áburðar gengið bærilega‘‘
Hvort æskilegt sé að tala um að Axla ábyrgð eða Æxla áburð (að eða af) fer að sjálfsögðu alfarið eftir því hvort nær meiri útbreiðslu. Það er því algjör fásinna að amast neitt við þessum nýjungum, heldur fagna því að framfarir og eðluleg þróun af þessu tagi í beitingu tungumálsins mun hafa sinn gang hjá unga fólkinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2011
Mikilvægasta þjóðþrifaverk Íslendinga
Mikilvægasta þjóðþrifaverk Íslendinga er að leggja niður RUV.
Þetta er mannogdýrfjandsamleg stórglæpamafía sem mergsýgur alla alþýðu manna og notar peningana til að berjast gegn íslenskri menningu. RUV sendi níðingasveitir sínar og ríkislögregluna til höfuðs einstæðum mæðrum og fátæku fólki og hótaði öllu illu sé ekki greitt stórfé , svokallað afnotagjald eins og skot. Þegar þessu var mótmælt var gjaldinu breytt í nefskatt , sem er þess eðlis að ef einhver vill ekki greiða hann þá er selt húsið hans á uppboði og börnunum hent út. Þegar þessir mafíustarfsmenn hafa náð að kvelja fram vilja sinn er farið með góssið upp í Efstaleiti, þar sem peningarnir eru notaðir til að greiða fyrir alls kyns öfgalúxus fyrir feita kallinn sem er Guðfaðirinn. Þar er aðallega um að ræða lúxus bíla, vín og snittur. Restin er svo notuð til að ráða fólk í atvinnubótavinnu við að passa að ekkert menningarlegt efni komist í útsendingu og að fallbeygingar í íslensku máli séu örugglega rangar. Síðan eru herskarar af fólki í vinnu við að telja almenningi trú um að ef starfsfólki RUV verði ekki fjölgað úr 4793 í ca. 37.500 manns lágmark og bætt við 12 hæðum í viðbót ofan á hús mafíunnar, þá muni stafsetningarvillum fjölga enn og þá verði aldrei sýnt neitt annað en endursýningar á brasilískum sápuóperum frá sjötta áratug síðustu aldar.
Allt verði semsagt eins áfram.
Bloggar | Breytt 27.4.2016 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009
Býsna einkennilegt sport
Býsna einkennilegt sport þessi krikket.
Þetta er stundum sýnt á SKY fréttastöðinni.
Í öllum löndum sem spila krikket er vinstri umferð..
Völlurinn er á stærð við 10 fótboltavelli og boltinn á stærð við tennisbolta.
Enginn áhorfandi sér neitt. Ef einhver skorar spyrst það bara smám saman út.
Venjulegur leikur stendur yfir í fimm daga.
Einnig er til svokallaður hraðleikur sem stendur yfir í 3 daga.
Allir leikmenn eru með hvítan varalit.
Það er enginn hálfleikur eins og í fótbolta, heldur er te, yfirleitt um um hádegisleytið.
Í fótbolta eru algeng úrslit eitthvað á borð við eitt núll, eða þrjú tvö.
Í handbolta u.þ.b. 20 til 30 mörk á lið og sá vinnur sem skorar fleiri. ( ! )
Í krikket eru algeng úrslit einhernvegin svona:
247.3 * 54B (17 overs)
En athugið að þar er aðeins um annað liðið að ræða.
Hitt liðið fær:
419W (wickeds) * 53,86
Og eins og allir sem kunna eitthvað í krikket sjá náttúrulega strax er hér um
að ræða jafntefli. Hér eru reglurnar:
Aðal keppnin er kölluð the ashes , heimsmeistarakeppni landsliða. Þar er keppt um bikar sem er úr leir og er 8 cm á hæð.
Hægt að hengja hann á lyklakippu til dæmis.
Jamm . . .
TH
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008
Rúnar
*****
Það voru mikil forréttindi
að fá að kynnast þessum manni :
Við unnum saman í þrjá áratugi, spiluðum á böllum,
ferðuðumst um heiminn, sömdum saman lög ,
tókum upp plötur ...allt er það ógleymanlegt.
Hann var alveg einstakur.
Ég mun sakna hans mjög.
Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð.
Bloggar | Breytt 9.12.2008 kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008
Nú fyrst syrtir í álinn !
Það liggur fyrir að Íslendingar skulda mörg hundruð þúsund milljónir úti í Evrópu.
Stærsta spurning dagsins , vikunnar, ársins ... aldarinnar, er þessi:
Hvað er til af eignum upp í skuldina ???
Fyrir helgi kom Björgólfur í West Ham í Kastljósi og sagði vera til plentí skæs fyrir þessu öllu. No problem, var samt ekki alveg viss. Svo kom Sigurjón hinn þrekvaxni og kvað lítið til upp í skuldafjallgarðinn, allt orðið veðsett. Síðan hef ég leitað stanslaust og sé ekki að nokkur einasti fjölmiðill hafi sýnt neinn áhuga að grafast fyrir um þetta smávægilega atriði.
Aftur á móti telst það stórfrétt að sjálfur
gæti verið í hættu vegna yfirvofandi aðildar að Evrópusambandinu . . .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008
Breaking news
News alert !!!
Her Majesty´s Royal air force attacks
on terrorist Iceland comence in december.
Nuclear armed fighter jets are already on their way .
Shock and Awe !
I´ll be in the basement.
TH
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2008
Bítlarnir hættir !
Ekki hefur nú margt gerst af viti hjá hinni tannskökku þjóð Bretum eftir að Bítlarnir hættu. MIG þotur í Keflavík og sovésk rauðsúpa er framtíðarsýn Gordons fyrir Ísland. Og kannski ekkert verra en sú hundslega fylgispekt sem við þekkjum við stríðsæsingaöflin í USA og UK .
Samtök herstöðvaandstæðinga er klúbbur sem alltaf hefur barist fyrir úrsögn úr NATO. Nú hlýtur Ísland að skrá sig í þann klúbb, með manni og mús. Hversvegna ættum við að fylgja Bush og Blair núna gegn Írak , Afghanistan ...og Rússum, sem aldrei hafa gert okkur neitt, og sýna ekkert annað en vinsemd í okkar garð þegar gefur á bátinn . . . ?
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008
Thiago Trinsi !
Þeim sem hafa gaman af glæsilegum rafgítartilþrifum er bent á að athuga Brasilíska snillinginn Thiago Trinsi. Thiago hefur verið búsettur á Ólafsfirði í nokkur ár og kennir gítarleik í tónlistarskólanum þar. Hann tekur um þessar mundir þátt í gítarkeppni á netinu á vegu DEAN guitars, og er nú meðal efstu manna . Tiago er góður vinur okkar í Gítarskóla Íslands og við styðjum hann.
Smellið hér til að skoða framlag Thiago Trinsi og kjósa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008
Hóf er best í hófi...
Ísbjörn á hálendinu ?
Það er spurningin. Nokkuð misjafnt er hvernig mannfólkið bregst við þessari spurningu.
Einhver er talinn hafa frétt af þessari fyrirsögn:
„Trylltir ísbirnir ösla á land í hjörðum og stefna til fjalla !“
Kiddi Pé fjallar um málið í bloggi sínu og orðar það svona:
„Umtal er um að erlendir ferðamenn hafi séð meint bjarndýrsspor á Hveravöllum er nú til rannsóknar“.Kiddi er hófsamur í yfirlýsingum í þetta sinn. En eins og maðurinn sagði: Hóf er best í hófi.Hvítabjarnaflug í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)