25.4.2008
Til hamingju Eiki !
Til hamingju með þýðingarverðlaunin !
Hér sjáum við mynd af Herdísi systur minni ásamt Ólafi syni Gríms rakara. Myndin er tekin á Gljúfrasteini á afmælisdegi Halldórs Laxness en þá voru afhent íslensku þýðingarverðlaunin 2008. Þau hlaut að þessu sinni Eiríkur Örn Norðdahl, sonur Herdísar Hübner og Hrafns Norðdahl. Verðlaunin fékk Eiríkur fyrir þýðingu bókarinnar "Móðurlaus Brooklyn" eftir Jonathan Lethem. Eiki átti ekki heimangegnt, hann var staddur í New York, þar sem hann átti fund við höfund bókarinnar. Eiki fer sjaldnast troðnar slóðir í sinni listiðkun, það vita þeir sem til þekkja. Dæmi um það má sjá á eftirfarandi myndskeiði þar sem hann les eitt af mínum uppáhalds ljóðum; "Pol Pot Pantún" Eins og glöggt má heyra er ljóðið ort undir Malaísískum bragarhætti:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2008
Til hamingju Helgi !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir sem hafa gaman af vandaðri R&B og danstónlist kannast sjálfsagt við
lagið Beautiful með söngkonunni Taylor Dane.
http://www.taylordayne.com/home.php
Lagið hefur verið allnokkuð spilað í útvarpi á Íslandi og er nú
nr. 1 á Billboard hot club dance play í U.S.A.:
Lagið kom inn á listann í 14. sæti fór næst í 9.sæti síðan fimmta, síðan 3. og er nú
á toppnum.
Það er hins vegar á fárra vitorði að höfundur og producer lagsins
Beautiful er Íslendingurinn Helgi Már Huebner, en hann hefur á
undanförnum áratug starfað að sinni listsköpun í Noregi undir
listamannsnafninu Hitesh Ceon
http://www.myspace.com/hiteshceon
Eftir því sem best er vitað hefur enginn íslenskur artisti náð topp
sætinu á þessum lista áður. Nema að sjálfsögðu BJÖRK - þrisvar með "Big
time sensuality" 1994, "Hyper-ballad" 1996 og síðast "I miss you" 1997. Einnig má nefna að Svala Björgvins náði lagi inn á listann 2001 ,það náði þó ekki inn á topp 50. Svo var það um miðjan 9. áratuginn að hljómsveitin MEGABYTE komst í 5. sætið með cover af erlendu lagi. Sú hljómsveit samanstóð aðallega af Siggu Beinteins og Friðriki Karlssyni ú Stjórninni.
Lagið Beautiful hefur einnig verið 11 vikur á Adult Contemporary lista
Billboard og er nú í 23. sæti.
Taylor Dane er stórt númer frá fyrri tíð og seldi u.þ.b. 75 milljónir (!)
platna á níunda og tíunda áratug tuttugustu aldar. Hún hefur 10 sinnum
átt hit á topp 10 lista í U.S.A. og 3 x verið tilnefnd til Grammy
verðlauna:
Helgi Már Huebner - Hitesh Ceon hefur einnig starfað með fjölda annara
R&B listamanna og má nefna að lag hans Symphony sem hann samdi ásamt
söngkonunni Charlotte Kelly lenti í 3. sæti í keppni Billboard um besta
R&B lagið ársins 2007.
http://billboardsongcontest.com/?s=world
Helgi vinnur einnig sem producer með Norskum artistum, hefur t.d. unnið
með Morten Harket. Á árinu 2007 hóf Helgi samstarf við Hip Hop flokkinn
"Madcon". Er óhætt að segja að það hafi skilað góðum árangri því Madcon er
algjört "Monster hit" í Noregi og víðar. Enda eru þessir náungar léttir sem lækir:
Beggin (Gamalt Frankie Valli lag)sem hann útsetti og produseraði fyrir
Madcon í var t.d. 12 vikur í 1. sæti og fékk algjöra metsölu, 6x platinum.
http://lista.vg.no/show_list.php?ListsOp=showWeek&week=4&year=2008&listID=1&direction=back
Sú hljómsveit vinnur nú að plötu þar sem Helgi semur lögin og er
producer. Lagið "Beggin" er einnig komið í dreifingu í Evrópu og fór beint
inn á vinsældalista í Þýskalandi og er nú í 4. sæti á sölulista iTunes þar
í landi.
Visir.is sagði frá því einn íslenskra fjölmiðla þegar lagið Beautiful fór inn á topp 10 á Billboard,
8. mars 2008:
http://www.visir.is/article/20080308/LIFID01/80308034/-1/LIFID
Þar sem um er að ræða frænda minn er ég ekki dómbær á það hvort þetta er fréttnæmt.
Hér er semsagt um skúbb að ræða á blogginu mínu. Hehe !
Til hamingju Frændi !
T.H.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008
Nýr Landsliðsþjálfari fundinn !
Dagur tekur ekki við íslenska landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008
Nóg boðið . . .
Það er gott að búa í Kópavogi.
http://www.petitiononline.com/nogbodid/
Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2008
Markakonungurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007
"El Von Karajan del fútbol"
*****
"El Classico" er alltaf toppleikur en leikurinn í gærkvöld náði aldrei neinu flugi. Báðir leikir þessara liða á síðustu leiktíð voru algjör gargandi snilld, sérílagi seinni leikurinn sem endaði 3 3 og Lionel Messi jafnaði á síðustu mínútu.
Hvítu kallarnir í Real Madrid eru betri, voru betri og verða alltaf betri. Bernd Schuster er einn albesti leikmaður sem leikið hefur á Spáni. Hann var jafnan kallaður El Von Karajan del futbol og það viðurnefni á ekki síður við hann í dag. Aftur á móti er komið á daginn að þessi Frank Rijkaard á ekkert að vera að skipta sér af fótbolta. Hann verður vonandi rekinn sem fyrst og þá getur hann farið að einbeita sér að því sem hann er bestur í en það er þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=N9xzNjQ984I
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2007
Býsna einkennilegt sport
Býsna einkennilegt sport þessi krikket.
Þetta er stundum sýnt á SKY fréttastöðinni.
Í öllum löndum sem spila krikket er vinstri umferð..
Völlurinn er á stærð við 10 fótboltavelli og boltinn á stærð við tennisbolta.
Enginn áhorfandi sér neitt. Ef einhver skorar spyrst það bara smám saman út.
Venjulegur leikur stendur yfir í fimm daga.
Einnig er til svokallaður hraðleikur sem stendur yfir í 3 daga.
Allir leikmenn eru með hvítan varalit.
Það er enginn hálfleikur eins og í fótbolta, heldur er te, yfirleitt um um hádegisleytið.
Í fótbolta eru algeng úrslit eitthvað á borð við eitt núll, eða þrjú tvö.
Í handbolta u.þ.b. 20 til 30 mörk á lið og sá vinnur sem skorar fleiri. ( ! )
Í krikket eru algeng úrslit einhernvegin svona:
247.3 * 54B (17 overs)
En athugið að þar er aðeins um annað liðið að ræða.
Hitt liðið fær:
419W (wickeds) * 53,86
Og eins og allir sem kunna eitthvað í krikket sjá náttúrulega strax er hér um
að ræða jafntefli.
Aðal keppnin er kölluð the ashes , heimsmeistarakeppni landsliða. Þar er keppt um bikar sem er úr leir og er 3 cm á hæð.
Hægt að hengja hann á lyklakippu til dæmis.
Jamm . . .
TH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2007
Mayweather vs. Hatton
Tiger Woods, Roger Federer, Lionel Messi . . . Fremstu íþróttamenn nútímans ? Góðir gestir bætum einu nafni við: Floyd Mayweather jr. Nú tvímælalaust lang besti "pund fyrir pund" boxari þessa heims. Fer í sögubækurnar ósigraður, með 39 sigra í 39 bardögum. Lauk ferlinum með tveimur af sínum bestu keppnum: Gegn Oscar de la Hoya í haust og nú í gærkvöld gegn Ricky "hit man" Hatton. Hatton mætti einnig ósigraður til leiks. Hann hafði unnið alla sína 43 bardaga. Gríðarlega harður nagli og líklega sá eini sem hugsanlega gat átt erindi í Floyd M. Bardaginn var magnaður og skemmtilegur, frammistaða Hattons var glæsileg en hann átti í rauninni aldrei mikla möguleika. Floyd Mayweather er hin fullkomna mannlega bardagavél, hann er einfaldlega ósigrandi og hefur yfirburði á öllum sviðum þessarar göfugu íþróttar. Faðir hans F.M. senior var hnefaleikameistari og þjálfaði strákinn allt frá þriggja ára aldri, enda sést það greinilega um leið og maður gáir, að öll svið íþróttarinnar eru honum algerlega í blóð borin. Hraðinn maður, VÁÁÁ ! Hendurnar eins og eldingar út um allt, höggin koma úr öllum áttum, krókar, stungur, upphögg, bein högg, allt hittir alltaf í mark og á sama augnabliki er hann horfinn, langt í burtu. Ósnertanlegur. Að hann skuli ekki (varla) hafa fengið högg á sig gegn sjálfum "hit man" Hatton, ja, það segir sitt. Hraði, styrkur, höggþyngd, úthald, tækni í vörn og sókn, staðsetningar, fjölbreytni, strategía, harka, hann er bara langbestur í þessu öllu. En hann sigraði, steeiiin rotaði Ricky Hatton í 10. lotu, ekki vegna neins af þessu, heldur vegna þess að hann hélt ró sinni fullkomlega í öllum hraðanum og var "ekonomískur" í öllum aðgerðum, gerði bara það sem þurfti. Ég hélt með Hatton, ég skal viðurkenna það. F.M. er hrokagikkur og berst mikið á eins og hans besti vinur rappvitleysingurinn 50 c. Til marks um það má nefna að hann hefur nú tekið upp viðurnefnið "Pretty Boy" Floyd "Money" Mayweather. Þannig að maður var að vona að Hatton lækkaði aðeins í honum gorgeirinn. En svo kom Pretty Boy Floyd Money Mayweather í viðtal eftir bardagann og var kurteisin uppmáluð og auðmýktin með. . . Beygði sig og bugtaði í allar áttir og hlóð lofi á mótherja sinn... alltaf óútreiknanlegur.
TH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007
Refill . . .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)