Færsluflokkur: Bloggar
23.10.2007
Fullt raskat af peningum ?
Einu sinni var Denni forsætisráðherra. Hann hætti og gerðist seðlabankastjóri, því hann átti sér hugsjón um mikilvægar aðgerðir í þágu fólksins. Var það einkum tvennt sem honum þótti brýnt: Í fyrsta lagi að láta prenta 2000 króna seðil. Snilldarhugmynd fannst Denna, eitthvað sem kæmi fólkinu strax til góða, enda var þetta fyrsta verk hans í nýja stólnum. Mikilvægt forgangsmál. Rándýrar hönnunarstofur héldu alþjóðlega samkeppni um hönnun nýja seðilsins. Seðillinn kom strax fyrir almennings sjónir og var prentaður í gífurlegu upplagi, aðeins örfáum vikum eftir bankastjóraskiptin. Fólkið fann strax muninn. Almenningur ræddi vart um annað en nýja seðilinn og hversu röggsamur nýi bankastjórinn væri að kýla á hlutina.
Samt floppaði seðillinn fullkomlega, fólkið áttaði sig bara ekki á tilganginum. Varla nokkur einasti maður vildi nota hann og hann sést varla lengur, sennilega var hann tekinn úr umferð í kyrrþey.
Þessi æfing Steingríms olli þó ekki verulegum skaða, enda seðlaprentun sem slík ekki stórvægilegur liður í heimilisbókaldi stjórnarheimilis - eða ríkisbanka. Hönnunin kostaði að vísu stórfé. Og prentunin smávegis í viðbót. En það var ekkert tiltökumál. Ríkissjóður hafði margoft sýnt það í ráðherratíð Steingríms að hann fór létt með svona smotterí.
Denni var auðvitað nett fúll yfir floppinu. Sjálfur notaði hann nú eingöngu 2000 kalla, snerti bara ekki á gömlu 1000 og 5000 köllonum. Þeir eru óþjálir og gamaldags, þeir tilheyra fortíðinni , sagði hann, og borgaði alltaf með 2000 kalli í mötuneytinu í bankanum, þó hann fengi helling af seðlum til baka.
En Denni hefur alltaf verið næmur á fólk. Áratugalöng stúdering á skilaboðum kjósenda skilaði sér í næsta áhugamáli hans: -Það er alveg ljóst að seðlar eru of dýrir í prentun og fólkið vill frekar nota mynt, nú skiptum við út græna hundraðkallinum og tökum upp mynt í staðinn-.
Það var og. Denni framkvæmdi án þess að hika og græni hundraðkallinn tilheyrir nú fortíðinni.
Ég segi nú bara fyrir mig að ég er ekki sáttur. Hið alþýðlega orðatiltæki Ingva Hrafns: -Fullt rassgat af peningum- hefur nú öðlast nýja og bókstaflegri merkingu. Eftir eina til tvær sjoppuferðir er meðal Íslendingurinn nú
rambandi á barmi brjóskloss vegna slagsíðu og hryggskekkju, með klink í kílóavís í rassvasanum. Fullt raskat af peningum, skal það heita.
(Íslendingar eiga afgerandi heimsmet í fjölda brjósklosaðgerða)
Við skulum athuga það að minnsti íslenski seðillinn er nú 500 kr. Það slagar hátt í 10 dollara. Ef við tökum til viðmiðunar hið mjög svo meðfærilega seðla og myntkerfi Bandaríkjamanna sjáum við að þeir eru með 3 seðla minni en sá minnsti íslenski; 1$ 2$ og 5$. Og sá minnsti íslenski slagar hátt í að vera tvöfalt stærri en sá þriðji minnsti af dollaraseðlunum.
Ameríska klinkið er einnig sérlega létt. 1, 5 og 10 centa myntin er bara mylsna, á stærð við gömlu álkrónuna. Umfangsmesta myntin er 25 cent og er hún lítið stærri en íslenski 5kallinn en þynnri.
Auðvitað skiptir það máli að eiga nóg af þessu öllu.
En eftir situr spurningin:
Til hvurs þessi óþægindi?
Ha?
T.H.
Samt floppaði seðillinn fullkomlega, fólkið áttaði sig bara ekki á tilganginum. Varla nokkur einasti maður vildi nota hann og hann sést varla lengur, sennilega var hann tekinn úr umferð í kyrrþey.
Þessi æfing Steingríms olli þó ekki verulegum skaða, enda seðlaprentun sem slík ekki stórvægilegur liður í heimilisbókaldi stjórnarheimilis - eða ríkisbanka. Hönnunin kostaði að vísu stórfé. Og prentunin smávegis í viðbót. En það var ekkert tiltökumál. Ríkissjóður hafði margoft sýnt það í ráðherratíð Steingríms að hann fór létt með svona smotterí.
Denni var auðvitað nett fúll yfir floppinu. Sjálfur notaði hann nú eingöngu 2000 kalla, snerti bara ekki á gömlu 1000 og 5000 köllonum. Þeir eru óþjálir og gamaldags, þeir tilheyra fortíðinni , sagði hann, og borgaði alltaf með 2000 kalli í mötuneytinu í bankanum, þó hann fengi helling af seðlum til baka.
En Denni hefur alltaf verið næmur á fólk. Áratugalöng stúdering á skilaboðum kjósenda skilaði sér í næsta áhugamáli hans: -Það er alveg ljóst að seðlar eru of dýrir í prentun og fólkið vill frekar nota mynt, nú skiptum við út græna hundraðkallinum og tökum upp mynt í staðinn-.
Það var og. Denni framkvæmdi án þess að hika og græni hundraðkallinn tilheyrir nú fortíðinni.
Ég segi nú bara fyrir mig að ég er ekki sáttur. Hið alþýðlega orðatiltæki Ingva Hrafns: -Fullt rassgat af peningum- hefur nú öðlast nýja og bókstaflegri merkingu. Eftir eina til tvær sjoppuferðir er meðal Íslendingurinn nú
rambandi á barmi brjóskloss vegna slagsíðu og hryggskekkju, með klink í kílóavís í rassvasanum. Fullt raskat af peningum, skal það heita.
(Íslendingar eiga afgerandi heimsmet í fjölda brjósklosaðgerða)
Við skulum athuga það að minnsti íslenski seðillinn er nú 500 kr. Það slagar hátt í 10 dollara. Ef við tökum til viðmiðunar hið mjög svo meðfærilega seðla og myntkerfi Bandaríkjamanna sjáum við að þeir eru með 3 seðla minni en sá minnsti íslenski; 1$ 2$ og 5$. Og sá minnsti íslenski slagar hátt í að vera tvöfalt stærri en sá þriðji minnsti af dollaraseðlunum.
Ameríska klinkið er einnig sérlega létt. 1, 5 og 10 centa myntin er bara mylsna, á stærð við gömlu álkrónuna. Umfangsmesta myntin er 25 cent og er hún lítið stærri en íslenski 5kallinn en þynnri.
Auðvitað skiptir það máli að eiga nóg af þessu öllu.
En eftir situr spurningin:
Til hvurs þessi óþægindi?
Ha?
T.H.
Bloggar | Breytt 11.11.2007 kl. 03:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.10.2007
To cool
*****
To cool for school, to stupid for the real world...
...Maybe I' ll start a band !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007
Rétt eftir haft . . .
*****
No man ever steps in the same river twice, for it's not the same river and he's not the same man.
Heraclitus
A table, a chair, a bowl of fruit and a violin; what else does a man need to be happy?
Albert Einstein
Fuck you all, you stupid fucking retards...
Sylvia Night
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)