"El Von Karajan del fútbol"

*****

"El Classico" er alltaf toppleikur en leikurinn í gærkvöld náði aldrei neinu flugi. Báðir leikir þessara liða á síðustu leiktíð voru algjör gargandi snilld, sérílagi seinni leikurinn sem endaði 3 – 3 og Lionel Messi jafnaði á síðustu mínútu.
Hvítu kallarnir í Real Madrid eru betri, voru betri og verða alltaf betri. Bernd Schuster er einn albesti leikmaður sem leikið hefur á Spáni. Hann var jafnan kallaður “El Von Karajan del futbol” og það viðurnefni á ekki síður við hann í dag. Aftur á móti er komið á daginn að þessi Frank Rijkaard á ekkert að vera að skipta sér af fótbolta. Hann verður vonandi rekinn sem fyrst og þá getur hann farið að einbeita sér að því sem hann er bestur í en það er þetta:

 http://www.youtube.com/watch?v=N9xzNjQ984I  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gleðileg jól og megi 2008 vera saxófón vænt ár sem sagt saxár.

Einar Bragi Bragason., 24.12.2007 kl. 14:52

2 identicon

Ha? Hvaða leikur var þetta? .... Og í hverju? Þetta hljómar svolítið eins og krikketmót fyrir mér... Vann einhver?

Jólajólakveðja

Svafa (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Tryggvi Hübner

Svafa mín, þarna er um að ræða stríð sem staðið hefur um aldir milli Katalóníu og Kastillíu og fer fram í formi knattballetts tvisvar á vetri hverjum. Ólíkt því sem gerist í krikketinu sigrar sá sem fær hærri tölu, í þessu tilfelli 1. Það voru góðu, hvítu mennirnir frá Kastillíu sem fengu það en vondu katalónísku vitleysingarnir töpuðu og fengu aðeins núll. Einn af þeim er frá Íslandi, hann er langbestur og hafði vit á að vera ekki með. Yfirburðamaður í sínu liði.

Úrslit 1 - 0

Tryggvi Hübner, 29.12.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband